<$BlogRSDUrl$> Visit My Guestbook

þriðjudagur, mars 30, 2004

Það er aldeilis ástand á manni núna! Hélt í gær ég væri orðin frekar hress og svona...fékk ég ekki líka þenna rosalega hita og varð heima í dag líka....ég á eftir að falla á mætingu útaf þessum andskota!! Þá verður nú aldeilis ekki bros á vörum mínum, annað en hjá þessum:

|

mánudagur, mars 29, 2004

Núna er maður komin með nýtt blogg þar sem gamla bloggið brást mér algörlega og fór að krefjast fjárútláta að minni hálfu fyrir að hýsa mig!! Hversu óforskömmuð getur ein heimasíða verið??? Svo var bara í endann ekkert einu sinni hægt að kommenta á mín yndislegu skrif!!! En nú er ég komin aftur tvíefld og hef alrei verið sprækari....! Nú hef ég fullt af sögum (sönnum og upplognum) að deila með ykkur lömbin mín:)
Hefst nú fyrsti kafli í nýrri bloggsögu undirritaðarar:
Á föstudaginn síðastliðin fékk ég svar frá AFS þar sem stóð að þeim var mikil ánægja að tilkynna mér að Dóminíska Lýðveldið hefur samþykkt umsókn mína og mun ég halda í víking suður á bóginn í kringum 20.ágúst!! Þvílík hamingja!! Ekki við öðru að búast eftir að hafa hringt í tíma og ótíma niðrá skrifstofu hjá þeim að tjékka á þessu....:-)
Um helgina fór ég á Morfís þar sem MH-ingar töpuðu með einu stigi fyrir Verzlunarskóla Íslands. pfifff segi ég nú bara, þótt mér gæti ekki verið meira sama þar sem ég skil ekki hugtakið "taka þátt í spenningi". Eftir það fórum við stallsysturnar, Karen, Hildur og ég á L.A.café þar sem sigurganga Verzlinga hélt áfram, ekki gekk það nú betur en að greyið Karen var með vitlaust skilríki og þ.a.l. lok lok og læs fyrir henni.....Ekki létum við þetta á okkur fá og stefndum í úthverfin í suðuhlíðum Kópavogs þar sem almennilegt skilríki var sótt handa dömunni. En síðan eftir vangaveltur litlar ákváðum við að skella okkur á Shooters þar sem taplið kvöldsins hafði lagt staðinn undir sig! Ekki var nú lítið um dýrðir þegar þangað var komið en hittum við ýmsa handboltatengda einstaklinga og ber þar hæst að nefna Rannveigu og hann Ólaf Víði.....Þetta gerðist altså á föstudeginum. Því laugardagskvöldið var nú heldur rólegra hjá höfundi. Kíkti í smástund til Telmu sem ég hef ekki gert í langan tíma og horfðum á Pabbi passar við mikla gleði. Fór svo til Rannveigar þar sem ennþá fleiri handboltamannsekjur voru samankomnar, Aldís, Selma og Líney. Eftir að hafa pósað í ca klst. fór ég barasta heim í háttinn sökum þreytu, á meðan ungdómurinn fór niðrí miðbæ og skemmti sér langt fram á nótt!
Sunnudagurinn var mjög leiðinlegur. Ég var með illt í hálsinum(kemur á óvart)og endaði með því að ég var úrskurðuð með strepptakokkasýkingu, en mjög væga og fór því ekki á lyf en varð heima í dag sökum aumingjaskapar.....Læknirinn sem ég fór til var samt frekar samræðuelskur og sagði mér frá frænda hans sem átti strákofa með búsi og gleðikonum suður í höfum og einnig frá námsárum sínum í Svíþjóð....Allt á þessum 5min sem ég var hjá honum....!
Þannig að daman situr bara heima hjá sér í kvennaveldinu þar sem faðirinn er í vikudvöl í nasistaríkinu og baunalandi. Það er indælt:-) fæ CD þegar hann kemur heim o.s.frfv.:-)
Allar heimsóknir þeirra sem eru óhræddir við hálsbólgu eru vel þegnar.
kær kveðja
Dögg

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?