<$BlogRSDUrl$> Visit My Guestbook

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Æm bakk! 

Það er nú heldur betur langt síðan ég hef komist að blogga! Tölvan okkar er búin að vera undirlögð af vírusum og rugli....suuss ekki nógu gott. En hann Vignir reddaði þessu eins og öllu öðru:)
Það er nú ekki mikið búið að geraast á þessum 2 vikum...Bara vinna, sofa og borða! Jú og eitt stykki ættarmót! Verð bara að segja frá því! Ég hef ekkert alltaf verið að vinna verðlaun fyrir hressleika og samræðuhæfni í fjölskylduboðum. Stend meira undir nafni sem þreyttur unglingur og sef frekar mikið....Þetta Glaumbæjarættarmót var engin undantekning!
Á laugardagsmorgunin var maður vakin um 9 leytið, ekkert mál! Svo var keyrt á Snæfellsnesið þar sem herlegheitin voru. Ég svaf alla leiðina. Þegar við komum um hádegi á Lýsuhól var slatti af fólki og hjólhýsum búin að koma sér fyrir. Ég þekkti engann. Eftir hádegið fórum við og skoðuðum leiði forfeðra minna. Ekkert af því, veðrið var frábært. Svo komum við aftur uppá tjaldsvæði, ég og pabbi tökum einn léttan fússara, Simmi fékk að vera með.  Svo kemur kvöldmaturinn. Eftir kvöldmatinn byrja ég að eiga erfitt með að halda höfði, fer að hvíla mig á hendinni og síg alltaf meira og meira í átt að borðinu. Svo endar þetta með að ég halla mér á öxlina á mömmu og sofna. Sef af mér alla ættarsöguna. Svo þegar ég vakna aftur kl 21. Fer ég útí tjaldvagn hjá Jónu frænku og sofna þar líka.  Eftir enn einn fegurðarblundinn vakna ég kl. 23. Þá hafði ég misst af fjöldasöng og voða gleði! Eftir að hafa frískað aðeins uppá mig er bara haldið á gisthúsið sem við vorum á(einmitt það sama og við fórum á vorferðinni í 10.bekk!!:) og allt liðið sofnað um eittleytið. Hressleikinn í hámarki eins og þið sjáið!! Jæja við vöknum um 10 og borðum, göngum í fjörunni og buslum aðeins í sjónum. Svo er bara haldið heim á leið og hvað haldiði að mín hafi gert? Jú, sofið, alla leiðina!! Þannig að í heildina litið þá svaf ég á þessum sólarhring í ca 15 tíma af 24.... í fimm lúrum:) Þannig að ég breytti ekki útaf vananum og minglaði ekki mikið, sem er víst einkenni hjá þessari fjölskyldu, er mér sagt....þannig ég stóð undir nafni!!
 
Svo er það verslunarmannahelgin!! estancia templada

|

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Það er aldeilis að Blogger er að sækja í sig veðrið! Bara hægt að velja um nokkrar mismundandi tegundir af skrift, stærð og lit!!:)

Já nú er akkúrat mánuður í að ég fari til útlandsins. Ættingjarnir byrjaðir að spyrja hvort maður sé nú ekki soldið spenntur og kvíðin. Ef ég á að segja eins og er, þá er ég ekki alveg viss um hvernig mér líður með þetta allt saman...

Begga Ví(from ðe Kei Ó ) var 11 ára í gær, svaka partý!  Frændurnir frá Danmörkunni mættu á svæðið og var ekki leiðinlegt að hitta þá! Hef ekki þá síðan hvað fyrir næstum 2 árum!! Stóð mig í hlutverkinu sem hressa frænkan og tók þessa "litlu" frændur mína í bíó í gær(einmitt, Matthías er 190 eða e-ð!!!) Ég er alltaf að komast betur og betur að því hversu lítil ég er orðin!

Svo ætlar fjölskyldan bara að yfirgefa mig ! Þau eru að fara uppí sumarbústað með systkinum pabba og familíum, ég hefði nú helst viljað fara með en  nei, ég þarf að sjálfsögðu að vinna!! Þannig ég verð ein hérna fram á laugardag.....Eeeennn ég er farin að hreyfa mig. Heilsa kannski uppá Hildi(ef hún myndi svara!!)  hún er víst orðin e-ð lasin stelpan!

¡constantes listos van!


|

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Farvel Karen Rós Ég var núna í þessum skrifuðu orðum að kveðja hana Karen sem er að fara til Gvatemala á morgun. Ég á frekar erfitt með að gera mér grein fyrir því að hún sé í alvöru, tek þessu með frekar stóískri ró. Hélt ég nú reyndar að ég væri mest í tengd tárakirtlunum í hópnum en tárin hafa e-ð látið á sér standa... Lífið hefur verið frekar tilbreytingarlaust síðustu daga...Bara vinna og sofa. Og hey ég er byrjuð að vinna á Pizzahöllinni aka PizzaPalace í Mjóddinni og líkar það svona helvíti vel! Er búin að vera að keyra út pizzur, rugla í viðskiptavinum sem halda að ég sé fæðingarhálviti, gleyma að skera pizzur og þar fram eftir götunum...! Mjög gaman samt, æðislega hressir strákar sem eru að vinna þarna.
Var ein heima um síðustu helgi, frá föstudegi fram á mánudag. Það er yndislegt, stelpurnar komu hérna á föstudaginn ásamt MaggaPé og svo kíktum við á strákana úr vinnunni. Atli og Palli, þessir herramenn grilluðu handa okkur frábæran mat! Props! Svo á laugardaginn ætluðum við í afmæli til Jenna(who??) en það var búið svo við settumst inná Sólon og vorum þar í alveg 7 tíma!! Töluðum við e-a Dana og Helga Sif var Hress!
Frændur mínir úr Danmörkinni eru að koma um næstu helgi. Matthías hressi, maður reynir að draga hann með sér e-ð út. Hann beilaði á mér um áramótin hérna í 10.bekk!! :)
Elías frá Austurríki er ekki búin að svara e-mailinu okkar. Veit ekki hvers vegna, við erum jú eins og allir vita frábær familía!! Mamma sagði í dag að kannski hefði hún og pabbi átt að sleppa því að fá skiptinema og slappa bara af í ár. Slappa af?? Er það bara ég eða heyrðist mér hún gefa í skyn að ég væri e-ð til vandræða??? Ég er engill!
Fór með þeim skötuhjúunum að útrétta í gær. Fórum að stússast í bönkum að skoða þessa 10 reikninga sem ég á víst útum hvippinn og hvappinn, sótti um Visakort og borgaði pabba fyrir bílinn. 40.000 á einu bretti!! Svekkjandi fyrir mig!
¡Karen! ¡usted va muchacha!!

|

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Make you feel that way! Yndisleg grúppa alveg hreint. Blackalicious heitir hún. Ætlaði að birta textarbrot úr frábæru lagi með þeim en það er kemur ekki nógu vel út þannig, svo þið getið bara skoðað lagið hérna.
Helgin var í rólegra lagi, laugardagurinn þ.e.a.s. Mamma og Berglind fórum til Húsavíkur og ég og pabbi vorum ein heima þangað til í gær. Mjög indælt allt saman, borðuðum ruslfæði og ég kúrði uppí hjónarúmi.
Nú er einungis vika í að Karen yfirgefi klakann og í gær var síðasti dagurinn hennar á Pizzahöllinni. Og í tilefni af því bakaði hún köku, og enga venjulega köku. Þetta var án efa ljótasta kaka sem ég hef á ævi minni séð og hef ég séð þær nokkrar. Kakan var alveg girnilega þegar hún var búin að smyrja kremi á hana. En nei það er ekki nóg fyrir hana Kareni! Hún þurfti að skreyta hana. Hún skrifaði BÆ með möndlum, oki ekkert að því, en svo stakk hún tveim rörum, tveim beikonsnakkbitum(sem eru btw viðurstyggilegir)sem áttu að vera eyru og svo raðaði hún tyggjói sem átti að vera munnur. Að þessu loknu hafði henni tekist að breyta girnilegri Betty Crocker köku í e-ð úr hryllingsmynd eftir Stephen King.
Í kvöld er kaffihúsakvöld fyrir fyrrverandi og fyrrverandi AFSara á Mokka kl. 2000. Svaka stuð! Er farin að borða...
Soy totalmente vacío

|

laugardagur, júlí 03, 2004

Bílslys nr.2 ALlti í lagi. Ég hef áður komið inná hversu hörmulegur bílstjóri ég er, ekki satt? Ég drap jú kött eins og fólk kannski man eftir?? Allavegana í gær þá toppaði ég sjálfa mig!
Ég vaknaði nú fyrst frekar hress, vissi að sjálfsögðu ekkert af þeim hörmungum sem dagurinn myndi bera í skauti sér. Fór í vinnuna og var meiraðsegja búin frekar snemma. Var myndarleg í hádeginu og eldaði ofan í mig og Berglindi krúsí(tortelinið klikkar ekki!!)Svo skelli ég mér niðrí bæ og villlist inná Prikið en þar var second hand markaður á 2.hæð. Ég finn þessi trylltu kúrekastígvél og e-n íþróttabol og splæsi þessu á sjálfa mig þar sem ég var rík(takið eftir að ég segi VAR, útskýring síðar).Ég, rosalega glöð með góðu kaupin fer til Hildar og allti lagi með það. En svo þegar ég er að bakka úr innkeyrslunni í góðum fíling heyrst allt í einu KLASSK!! Glerhljóð sem brotnar og allskonar læti!!! ÉG stirðna öll upp og lít við. Blasir þá ekki við mér MÖLBROTIN afturrúðan!! Ég fer í kerfi, stekk útúr bílnum og vona innilega að þetta hafi bara verið rúðan, en nei þá er allt skottið Beyglað og ónýtt og ALLT í Rugli!!Hef ég þá ekki klesst á e-r vinnupallabíl, 4 metra stórt flikki sem á ekki að fara fram hjá neinum sem eru í sambandi við umheiminn! ég eins og við er að búast er að fara á límingunum úr reiði og pirringi útí sjálfa mig þar sem ég er Greinilega óhæfur bílstjóri!! Hildur þessi elska sem er nú búin að ganga í gegnum ýmislegt með mér í bíl tekur sálfræðina á mig og lætur mig hringja í mömmu, sem er að sjálfsögðu það eina rétta í stöðunni. Ég tala við hana, get nú ekki sagt að hún hafi verið e-ð ánægð...:-/ eins og ég bjóst við, var bara glöð að engin meiddist. Svo kemur pabbi og fer með bílinn uppá B&L og reddar þessu. En ég þarf að borga hluta af skemmdinni og ég mun ekki keyra bílinn mikið þangað til ég fer út...Sem mér finnst fullkomlega sanngjarnt og hef persónulega engana brjálaðan áhuga á að setjast undir stýri í nákominni framtíð....! OG ég sem ætlaði að kaupa mér myndavél og lifa hátt...:( Svekkjandi fyrir mig!
En þetta kom nú ekki í veg fyrir að við stöllurnar skemmtum okkur vel í gærkveldi!! Við byrjuðum hjá Bínu sem eldaði þennan dýrindis pastarétt handa okkur(props Bína props!!)Svo fengum við okkur nokkra kalda og síðan niðrí bæ. Hverfis var fyrir valinu, það gerðist nú ekki mikið spennandi þar, alls ekki leiðinlegt samt. Svo fórum við á Nonna og fengu sveitta báta sem brögðuðust VEL. Takk Hildur Takk. Svo á leiðinni heim slógum við Hildur í gegn með hressleikanum!! Hringdum í hina og þessa m.a. Ólaf Víði sem er staddur á Roskilde og var ekki að drekka!!Allavegana. Hann var "hress" og "vakandi"!! Andstæðan við það sem ég hélt að fólk væri á svona útihátíðum...hehehe Mista og ég fáum rokkprik fyrir hressleika kvöldsins:D
Í dag keyrði ég með Hildi, Friðjón, Áu og Hrannari útá Keflavíkurflugvöll, en familían úr Ástúninu var á leiðinni til Köben. hvað við öfunduðum þau! Svo týndumst við í Bónus í Njarðvík á leiðnni heim....hehe En við komust heilar heim, sem er ekki að undra fyrst ég sat ekki í bílstjórasætinu!!
Ætla að láta mér þetta að kenningu verða. Lilja+bílar=Stórslys!!Þið verið að tjekka á þessu hérna!! Atli Viðar heitir drengurinn sem hugsar upp þetta bull, fyrrverandi MH-ingur, þannig þetta ætti kannski ekki að koma á óvart?? Súrt og hressandi í boði Sómalíu.....

Tjekkið á steypunni!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?