<$BlogRSDUrl$> Visit My Guestbook

mánudagur, ágúst 22, 2005

El primero día.... 


Þá er fyrsti skóladagurinn kominn og liðinn. Ég fékk stundatöfluna mína á fimmtudag og er hún ekki af betri endanum!! Ég fékk 16 einingar og ég veit ekki hvað! Náði samt að versla allar skólabækurnar sama dag sem er gúd! Mætti uppí skóla eldsnemma í morgun til að ná e-m sófum inní Rauða Herbergi(ekki spyrja) hitti fullt af skiptinemum og líka belgískan strák sem verður skiptinemi hérna í vetur, Jónatan. Hann skilur meiri íslensku eftir 3 daga hér en ég spænsku eftir þónokkrar vikur...smá biturleiki í gangi;) Þetta var hinn fínasti dagur, bara 2 tímar og báðir endust einungis 10 min. Héldu reyndar tvær ´89 módel sem ég er með í NÁT-103 að ég hefði fallið áður eða e-ð, ég og Edda erum nebbla aldursforsetar þar held ég...!! Ég hef sko aldrei fallið takk fyrir!!! Náði ekki tali af matsstjóra né áfangastjóra svo ég verð bara að bíða róleg með allar töflubreytingar...

Sjallamótið: Fórum á föstudag, komum á sunnudag, unnum KA, töpuðum fyrir FH. Hjördís aka MC Perla sló í gegn. Jóna líka....! Sjallinn var fínn, lentum reyndar í dyravörðum með mikilmennskubrjálæði en það reddaðist. Brynju ís stóð undir nafni.
Takk fyrir frábæra ferð stelpur!!

Rokkprik ferðarinnar fá : Hjördís fyrir frábært rímnaflæði, Ákse fyrir dansporin á Sjallanum, Brynja fyrir landsliðsgaurinn, Marta fyrir "súlu"dansinn, Jóna fyrir uppistandið í matnum, Kolla fyrir gítarstemmarann o.fl og o.fl. :)

|

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Nú er ég loksins orðinn virkur meðlimur í þessu blessaða bloggsamfélagi sem virðist ætla að vera heldur langlíft á þessari jörð...Ég hélt alltaf að þetta væri bara einhver tískubóla sem myndi líða hjá...en þetta er víst komið til að vera....Nema ég sé þvílíkt eftir á og þetta er sé virkilega að líða undir lok!! Nei, fyrst Gréta gerir þetta þá hlítur þetta að vera gott og gilt. (Allt sem Gréta gerir er gott og fallegt;)

Sumarið er að verða búið, skólinn byrjar eftir 2 vikur og handboltinn fyrir viku! Það er nú kannski aðalástæðan fyrir þessu bloggi mínu, þessi blessaði handbolti! Ég byrjaði á æfingum í vikunni sem leið og var e-ð skrýtinn í fætinum(ilinni, við hælinn nánar tiltekið sko)ég hugsa ekki meira um þetta, hlítur bara að vera æfingaleysi, sem þetta er í sjálfu sér! Svo á mánudaginn er ég á æfingu bara í þvílíkum rólegheitum að byrja í e-ri æfingu þar sem ég á að spretta af stað. Svo þegar ég ætla að taka af stað, bresta þá ekki krosstré eins og önnur tré? jú, ég heyri og finn rifhljóð(eins og þegar er verið að rífa gömul viskustykki!) og ég snarstansa, kemst ekki lengra og haltra útaf. Fer uppá slysó með mömmu, sem telst nú til stórtíðinda þar sem hún hefur aldrei samþykkt að fara á sjúkrahús eftir e-r meiðsl, maður á bara að bíða og harka af sér sko!! jæja við förum og bíðum og bíðum(sem er víst mjög algengt á þessum stað! við deilum nizza og borðum 2 banana í þessari bið!mamma fær sér meiraðsegja blund fram á borðið!!) Svo kemur læknirinn og segir mér að það hafi trosnað uppúr sinaplötu(Hvað er það???) sem festir saman allar sinarnar þarna undir hjá hælnum. Setur mig í teygjusokk og segir mér að ég verði bara að gjöra svo vel og bíða þangað til þetta grær...Frábært, æðislegt, að byrja veturinn svona! þannig ég hef ekkert betra að gera en að sitja hér fyrir framan tölvuskjáinn. Er reyndar strax orðin betri sko! gat ekki stigið í fótinn í gær en get haltrað núna með þessa líka ofurtöffuðu bláu hækju!! Soy jeví, verdad??

Helgin: Fór á föstudaginn til Selfoss að heimsækja hana Toffu mína! Það var gaman. Fórum á rúntinn, settumst inná bæjarkrána og kíktum á ættarmót. Þar var e-r frænka sem spáði i lófann á mér og sagði mér að ég myndi lenda í rosalegum lífsháska e-n daginn en væri með rosa góða hjálparlínu sem myndi hjálpa mér í gegnum þetta allt saman. Ég er víst ofsalega góðhjörtuð og hef mikla hjartagæsku !! Ég þarf nú ekki á neinni spákonu til að segja mér það;) Svo kenndi hún okkur Þórfríði kínverskan þvott sem ég nenni nú ekki að útskýra hér, þið sendið mér bara meil eða ég útskýri hann í eigin persónu!

Svo vann ég allan laugardaginn fór snemma í háttinn og svaf vært nema um miðjan morguninn þegar tvær útigangskonur hringdu í mig og grátbáðu mig um að sækja mig niður á vöffluvagninn þar sem veðrið var hryllilegt og hjálpræðisherinn var lokaður!! Ég var næstum ekki búin að verða við þessu bænarkalli þeirra þar sem þær eru nú þekktar fyrir prakkarastrik....Og oftar en ekki á minn kostnað!!:-/
Bærinn var troðfullur, mér til mikillar undrunar. Svo uppgötvaði ég að það væri SamkynhneigntStolt í gangi og var smá bitur yfir að hafa misst af því öllu....pero, la vida es así.!
Eyddi ÖLLUM sunnudeginum á Subway, vann frá 11-23,30 !! Var samt ekki það hræðilegt sko, vann nefnilega helminginn uppí Spöng þar sem var EKKERt að gera.!! við settumst niður og lásum Grapevine í rólegheitunum. Svo kom Hildur hetja og sótti mig, Karen og Sjöfn komu líka, held það hafi samt bara verið útaf subwaynum sem ég bjó til handa þeim.....;)


Lag dagsins: Rakata-Wisin&Yandel. Bara fyrir Telmu og Hildi:)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?