<$BlogRSDUrl$> Visit My Guestbook

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Það er maður mættur aftur. Síðustu dagar hafa verið einkar atburðalitlir og færslurnar í samræmi við það. Síðasti kennsludagur minn í MH þangað til haustið 2005 rennur uppá morgun. Vá hvað ég er dugleg að koma því að, að ég sé að fara út. Svo var Arnórað spyrja mig hvort ég væri ekki hræddum að kynnast engum og vera bara æðislega einmanna í 10 mánuði....Alltaf gaman að fá svona uppörvandi pælingar. Það getur náttla allt gerst en maður reynir náttla að vera soldið félagslyndur. Það er komið í ljós hver aðstoðarþjálfarinn okkar verður. Enginn annar en Júdas sjálfur: Hilmar fyrrum ÍR-ingur!!!;-) Maður vonar að hann geti gert úr okkur kvennmenn. Var að skoða myndir úr handboltapartýinu sem mér var ekki fært að mæta í. Held að Guðný sé í e-i keppni við sjálfa sig, "ætli ég geti verið á fleiri myndum núna en síðast?" hehehhe Þúrt funný Guðný;-) Góðar pósur:-) Frægu hálskirtlarnir mínir sem átti að fjarlægja sama dag og HSÍ-hófið er og þar með myrða allar áætlanir um djamm með handboltakempunum var sko ekki kápan úr því klæðinu því hún Ólöf gerði sér lítið fyrir smjaðraði aðeins fyriri doksa og viti menn. Ég fer í aðgerðina viku seinna og get því tjúttað eins og mig lystir með Díönu:-)

|

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Hvernig MH ingur ertu? by jakobari
Nafn þitt er?
Aldur þinn er?
Þú valdir MH vegna þess?Fallegasta fólkið
Þú munnt útskrifast árið2009
Sálufélagi þinn er?Katrín Björgvins
Hvert er hlutverk þitt innan MH?"Gellan"
Gætir þú verið í stjórn NFMH?Já, þú getur allt
Hvaða MH ingur ertu í raun?Krummi
Created with the ORIGINAL MemeGen!


Svona er þetta. Niðurstöðurnar komu smá á óvart. Ég er semsagt að fara að taka mér tíma í þetta útskrifast 2009susuuss. Gæti reyndar alveg gerst ef ég tek þetta eins og bílprófið.....Og ég er að sjálfsögðu "gellan" ;-) Krummi og Katrín segiði....ef ég þekkti þau gæti ég dæmt um þetta. En yfir í önnur lög.
Djöfull er fínt að þurfa ekki að mæta fyrren 12:40 í skólann í dag. Get byrjað daginn í rólegheitum sem er frábært. Ég og Hildur þessir rosalegu massar fórum í Röskvu í gær og voru massívt duglegar! Svo vorum við plataðar í körfubolta sem endtist í 3 mínútur...Pabbi var að láta nýjan harðan disk í tölvuna og er ekki ennþá búin að láta gömlu fælana mína inní hana....sniff sniff....engin tónlist eða neitt:-( en ég er með spider solitaire:-)

|

mánudagur, apríl 26, 2004

Ég er komin heim frá Húsavík. Það var stuð þar. Er hjá Karen. Erum á leiðinní í körfubolta. Förum samt fyrst að þrífa bílinn hans Friðjóns.
Rokkprik fyrir þá sem vita hver hann er. Var að láta þynna á mér hárið. Er að skrifa innihaldslausustu færslu í sögu bloggmenningarinnar. Slut.

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Húsavíkurmót 2004 

Nú er maður staddur á Húsavík eins og áður hefur komið fram. Maður búin að koma sér svona líka vel fyrir í barnaskólanum á staðnum. Er reyndar í heimsókn hjá Sillu frænku, svona á milli leikja. Dagurinn í gær var frekar rólegur. 3 leikir í allt og svo skelltum við okkur á Sölku og horfðum á Val-Stjörnuna! Til hamingju Díana! Kemur næst Hind...Veit ekki hvernig kvöldið í kvöld verður, en á morgun er ég að fara að taka þátt í þjálfara/fararstjóraleiknum sem verður svaka stemmari!! Verð aldursforseti með öfugum formerkjum og reynslubolti liðsins;-) Er ekki einu sinni viss um að margir krakkar viti hvað ég er að gera hérna. Eftir alla leiki þegar er verið að þakka fyrir leikinn taka allir voða í hendurnar á öllum stelpunum og Hafdísi en horfa síðan á mig eins og illan gerðan hlut og vita ekkert hvað þau eiga að halda.....Ég tek þessu öllu með stóískrí ró eins og vera ber. Hafdís kom með gullkorna ferðarinnar. Við vorum að reyna að finna veitingastaðinn Sölku og vorum að rölta í rólegheitum. Hjólar strákur framhjá okkur og Hafdís kallar: "Býrðu hérna??"´stráksi e-ð öhh já....segir okkur hvar staðurinn er og þar fram eftir götunum. Þegar við erum búnar að labba smástund stoppar Hafdís og segir svo við sjálfa sig: "Nei, ég kom bara með hjólið að sunnan!!!!" og tekur í kjölfarið e-ð það brjálæðislegasta hláturskast sem ég hef heyrt lengi, hélt hún færi að missa vatnið sko...;-) Svo bara diskó á morgun!! "Do that dance, make little love, get down tonight!!" (Hristu rassinn, því hér kemur bassinn)

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Síðasti skóladagurinn fyrir helgi á morgunn!! já þið sáuð rétt. Ég er nebbla að fara norður til höfuðborgar stuðsins og fæðingarbæs Birgittu Haukdal!! Já, það er rétt hjá ykkur, Húsavík!!!:-) Ég og Hafdís munum skemmta okkur konunglega í samfylgd fyndustu konu jarðar.....Hafdís, ef þú ert að lesa þetta veistu hverja ég á við;-) Dagurinn í dag var bara mjög fínn í hreinskilni sagt. Vaknaði um hálftíu og fór í ökutíma. Kíkti svo á upprennandi verslunarrekendur í musteri sínu. Fór í þýskupróf sem ég spái að ég fái 3 í ef ég er heppin. Flutti svo fyrirlestur um Atómstöðina í íslensku, stóð mig með stakri prýði þó ég segi sjálf frá. Benni hafði meiraðsegja orð á því að ég hafi aldrei talað jafnhægt!! Svo bara æfing. Ég er nú ágætisnörd þótt ég segi sjálf frá. Málið er sko að Áróra var í brjálðuðu hraðaupphlaupi,og ég ætlaði náttla ekkert að leyfa henni það, verandi þessi varnarjaxl:-) Geri mér lítið fyrir og hleyp inní hana, beint á öxlina, sprengi vörina og alles!! Þetta er ég í hnotskurn!! Svo var bara farið niðrí Röskvu að lyfta. Ójá, eftir nokkrar vikur get ég tekið hvern sem er og hvenær sem er í sjómann!!(humm humm)


|

sunnudagur, apríl 18, 2004

Og þá er vikan búin 

Nú er alltaf að styttast í prófin...Já, þótt ótrúlegt sé eru einungis 3 vikur eftir af skólanum, sjibbí!! Að því tilefni ákvað ég að taka upp allar glósurnar mínar úr 9-10.bekk. Minningarnar bara flæða! Ég sakna Digró svo mikið, fæ reglulega svona ábyrgðarfælniskast og hugsa til þess með hryllingi að ég muni e-rtímann þurfa að sjá um allt sjálf, borga reikninga, kaupa inn og svo ekki sé á minnst, hugsa um krakka e-r daginn!! Það er nú reyndar ekki að gerast á næstu 15 árum ef ég fæ að ráða. En aðalástæðan fyrir því að ég byrjaði að róta inní skápnum mínum, er sú að hún Freyja ætlar að fá glósurnar lánaðar fyrir samræmdu prófin, sem hún ætlar að dúxa í!! 7-9-13.
En snúum okkur að helginni. Á föstudaginn var rólegt. Fór og horfði á stúlkurnar í A-liðinu í 5.fl. Svo heim að passa litlu sys. Festist í mosaic blocks fram eftir nóttu. Laugardeginum eyddi ég uppí Austurbergi þar sem c-lið 5.fl. var að spila, þær töpuðum 2 og gerðu eitt jafntefli. Um sexleytið öttum við í HK-2 kappi við Gróttu-1. Leikurinn yrði ekki frásögum færandi nema fyrir það að við klúðruðum 6 vítum!! Toppiði það!! Þetta var rugl sko, endaði með því að Kolla var látin taka víti sem hún nýtti svo kellingin!! :-) Töpuðum 22-9. Sárt. Svo eftir að hafa klætt mig á ólympíuhraða fór ég til Karenar sem átti einmitt af afmæli í gær stúlkan 17.fallt húrra hróp fyrir því!!! Hún eldaði allt sjálf og það var ekkert lítið skal ég segja ykkur!! Allskonar salöt og dýrindis marengsterta sem fór beinustu leið ofan í okkur. Rokkprik handa Karen. Ég er líka búin að láta hana lofa mér að kenna mér að elda áður en ég fer út!! Í dag byrjaði dagurinn á sundi með familíunni, ekkert smá langt síðan ég hef gert það(þið megið ráða hvernig þið túlkið þennan). Síðan afmæli í Grindavíkinni þar sem ég tróð mig útaf kökum. umm... Eins gott að við erum að byrja í aðhaldi í handboltanum!! Kom heim og kíkti á Hildi, hún var eiturhress að vanda. Við(ég) horfðum á Lizzie McGuire. Hver er Quientin Tarantino spyr ég bara???
Er að pæla að setja upp dagatal sem telur niður dagana þangað til ég fer út....pæling

|

laugardagur, apríl 17, 2004

Hverjum hefur ekki dreymt um að vita hvernig ástarlíf hans mun verða? Hverjir sigrar hans og ósigrar verða, verður hann særður eða mun hann særa???Ástarlíf þitt

|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Enn ein helgin á leiðinni. Það virðast vera engin takmörk fyrir því hvað þessar vikur eru fljótar að líða. Ekki að ég sé að kvarta! Það verður nóg að gera þessi helgina og lítil tími fyrir hvíld, já fyrst við erum að tala um hvíld. Í nótt var hringt í mig og mér tjáð að ég væri orðin alltof sein í skólann(sem er ekki gott ef þið hafið séð mætingareinkunina mína!) Mér var haldið í símanum í fleiri mínútur, svefndrukkinni. Þegar ég loksins sagði bless við hana Hildi Mist (sem m.a. fær ekki rokkprik fyrir skemmtilegt uppátæki!)þá leit ég á klukkuna og á henni stóð 2:57!!!! Og þetta kallar maður vini sína! Afleiðingin af þessu var að mér tókst að sofna í hverjum einasta tíma í skólanum í dag fyrir utan síðasta tíma en sleppti ökutíma í staðinn sökum rosalegrar þreytu. Dreif mig heim, fékk far hjá Huldu! og steinsofnaði!!! EN já helgin verður bara fjörug heyrist mér á öllu. 5.fl. ætlar að taka forskot á sæluna með því að fara á mót. Edda og Karen eiga afmæli og svo er líka fótboltamót MH! og ég á 88kr inná kortinu mínu....humm....ég er farin niðrí bæ að standa á götuhorni.....

|

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Dominican Republic Year Program Handbook 



Var að fá senda handbók um Dóminíska Lýðveldið frá AFS áðan. Þar var landinu og fólkinu lýst í grófum dráttum(humm humm....lélegt grín fyrirgefiði) En já þar kom mikið af punktum fram sem ég mun taka til athugunuar. Dæmi: Lágmark tvær sturtur á dag( A La Hildur;-)), ekki öskra ef ég sé kakkalakka, bara drepa hann, gera mér grein fyrir að ég muni mjög líklega fitna, öll fatakaup mín næstu mánuði munu einkennast af víðum hlírabolum og jónas-á-milli buxum....Veit ekki alveg hversu sátt ég er við þann faktor....!Helst að reyna að fara í spæ-103. Kjáninn hún ég ákvað að þess væri ekki þörf, smá bakslag með það. Nei hvaða vitleysa ég næ þessu í einum grænum!! Og svo framvegis og svo framvegis. Ég ætla svo að koma mér í að tala við samnemanda minn sem hefur farið til Dom.
Á eftir fer ég í fyrsta ökutímann minn í langan tíma. Það verður e-ð skrautlegt þar sem ég er að leka niður úr þreytu!! Þetta verður nú vonandi til þessa að ég fari að taka þetta árans bílpróf....(átti sko afmæli 5.mars fyrir þá sem ekki vissu) Eins og stallsystir mín sagði frá skellti ég mér í Árbæjarlaugina eftir miklar fortölur með henni Hildi M(ist)inni og hafði það svo bara jette bra.
Það sem nú kemur er skrifað að kvöldi 14.apríl þar sem ég hafði ekki tíma til að klára færsluna í dag, njótið!
Eftir að hafa eytt ca. 10 sundlaugar$ í kjánaskáp sem mér persónulega finnst algjör óþarfi þar sem það er kona í fullu djobbi við að hugsa um fötin manns höfðum við það rosa kósý(sagt með krúsírödd) og skelltum okkur síðan á Staldrið.
Dagurinn í dag var uppákomulítill. Fór reyndar í ökutíma. Ég spái því að ég fái þetta bílpróf í kringum 25,09,2006 ef ég lofa.

|

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Knocked up 9 months ago
Little Mary is bad
I sit and watch it grow standin' where I'm at
If Mary drops my baby girl tonight
I would name her Rock-N-Roll

|

mánudagur, apríl 12, 2004

Salvador Dögg 

Alltaf er ég að verða háþróaðari í þessum netheimi. Og í tilefni að því hef ég búið til "gallerý" sem samanstendur af einni mynd, enn sem komið er. Þannig að þeir sem hafa ekki haft þá ánægju að berja mig augun geta bætt úr því núna!! Njótið!!

Ég

|

FRÉTTASKOT 

Umrætt mar

Á ofangreindri mynd getur að líta mar sem ákveðin einstaklingur hlaut eftir atburði helgarinnar! Eins og sést má er þetta ekkert lítið mar og leikur enginn vafi á því að umrætt atvik hafi verið bæði kvalafullt og magnþrungið! Hvað gekk á, getur engin svarað en efast ég ekki um að sá/sú/það sem verknaðinn framdi fái refsingu við hæfi!! Á nú eftirfarandi orðatiltæki vel við: "what you give is what you get"(þú uppskerð eins og þú sáir).

Dögg Indriða

|

laugardagur, apríl 10, 2004

Nú hefur heldur en ekki mikið drifið á daga mína frá síðustu dagbókarfærslu. Á fimmtudaginn eyddi ég kvöldinu með Pétri og Friðgieir svona for óld tæms seik....Það var indælt. Á föstudaginn vaknaði ég snemma og keyrði til Grindavíkur með fjölskyldunni án neinna vandkvæða. Um eftirmiðdaginn tók ég til og fór á HK-FH. Það var sorglegt hversu lítil barátta var í mannskapnum. Það var reyndar mjög gaman að sjá helminginn af stúkunni skelþunnann.....;-) Um kvöldið skellti ég mér til Telmu, og fórum við síðan til hans Gísla, sem er nú orðið hefð á páskum!:-) Þar komu villidýrin Hildur og Karen sem höfðu verið að skemmta sér á árshátið Pizzahallarinnar með tilheyrandi látum, unnu páskaegg og læti! Þegar öllum var hent út frá Gísla héldum við til Telmu sem aldrei kann sér hóf...Þar komu einmitt ekki ómerkari menn en málarar, tónlistarmenn og íþróttamenn sem fjölmenntu í heita pottinum böttneiked í tindátaleik. Nærbuxur flugu og ýmis gullkorn voru látin fjúka.... Eftir hafa sært blygðunarkennd okkar sem ennþá gátu kallast siðvönd fóru þeir í túnin grænu og héldu áfram að djamma á meðan við fengum okkur hænublund. Uppúr hádegi skelltum við Hildur okkur á Grænu Eldingunni niðrí Smerlind og fengum okkur subway...umm...rosa gott:-) eftir að hafa snætt fór ég barasta heim og tók til(ekki að spyrja að dugnaðinum!!) Kíkti í Kringluna sóló eins og alltaf og fjárfesti í bleikum bol og kreisý bleiku naglalakki sem ég svo snyrtilega setti af minni alkunnu snilld á táneglurnar þar sem ég er afar óraunsæ og þekki ekki muninn á 25° hita í Santo Domingo og rigningu og súld á klakanum..... Svo bara stefnan sett á skemmtun með ýmsum hætti í aftenið.....óver end át

|

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Já nú er páskafríið fyrst byrjað! Búin að vera að bera út síðustu 3 daga fyrir Íslandspóst. Mætti meiraðsegja á æfingar í matarhléum!! Í gærkvöldi var förinni heitið í Partý aldrarinnar sem Heimir og Tinna héldu. Það var ágætt...Þegar við vorum ´búin að pirra nágrannanna hæfilega mikið héldum við til Ólafs kenndan við Víði. Þar var ekki minna um dýrðir og mikið sungið og trallað. Þar af leiðandi eru verkamenn í fullu djobbi að starfa í hausnum á mér...úff....Kvöldið er ennþá óráðið, þigg allar uppástungur!

p.s. djösins space takkinn er bilaður þannig ég þarf alltaf að BERJA á hann ógesslega fast. Frekar pirrandi...

|

sunnudagur, apríl 04, 2004

Já þetta er orðið opinbert. Hildur Mist Friðjónsdóttir Ottesen Axfjörð er komin með blogg. Hún er orðin nörd!! Ég er engu að síður stolt af henni, Gó Hildur gó gó!!:-) Svo ætlar maður að bjóða hana velkomna eða commenta á hana eða e-ð sem gefur til kynna að maður hafi verið á síðunni. En nei, þá er barasta ekkert hægt að gera þarna!! (ekki að segja að ég sé með allar græjur hérna) Þetta er bara frekar fyndið sko, sýnir að hún er ekki orðið "ðe offisíal" nörd....heheh. ekkert illa meint Hildur mín, ég skal koma og hjálpa þér með þetta(sáuði hvað ég kom þessu snyrtilega að, hvað ég er í alvöru klár?? smá stolið;-)
En gærkveldinu eyddi ég með Mistu, Kæju og Freisa....Við pössuðu í kattaháraparadís, þar sem æðsti kötturinn nýtir óspart hvert tækifæri til að sýna hvað í honum býr með því að setja upp þessa rosalegu kryppu og hvæsa og urra eins og ég veit ekki hvað! Og greyið litla hjartað í henni Karen hoppar alltaf niðrí maga í hvert skipti sem þetta gerist. Okkur til mikillar skemmtunnar:-) Við megum svo ekki gleyma aðalfréttunum, MH vann söngvakeppni framhaldsskóla í gær!!! Júhú!! Með fullri virðingu fyrir sumu fólkinu sem tók þátt, þá skil ég bara ekki hvað það er að gera þarna!!! í alvöru, eins og gæjinn sem söng itchy palms með heru....hólí makkaróní sko! Við grenjuðum líka úr hlátri yfir þessu!!!
Svo er bara handboltamaraþon í dag, fyrst 4.fl. svo meistarafl. Stuð

|

laugardagur, apríl 03, 2004

Det er et dejligt lördagsaften og jeg skal ud og danse! Fyrir ári síðan hefði þessi setning verið fullkomlega villulaus. En núna? Nei! Í gær komst ég yfir afneitunina, ég er ömurleg í dönsku, við vorum að flytja verkefni, það var ALLT VITLAUST!!!! í alvöru, það var ekki ein setning sem var í lagi!! Ferill minn er eyðilagður!! sniff sniff.
En út í aðra sálma. Í gær öttu kappi Verzlingar og Bongóingar(Borgóingar) í Gettu Betur í Smáralind. Þetta var hörkuspennandi keppni sem Verzló vann eftir nauman bráðabana!! Svo þeir eru Gettur Betur og Morfís meistarar, auk þessa að Björn Bragi sem er í báðum liðum var kosinn ræðumaður Íslands. Maður vonar bara að þetta stígi honum ekki til höfuðs..... Þegar Hildur var búin að skutla mér og Karen heim og greinast með strepptokokka(ekki mér að kenna!!) fór hún Karen blessunin að hitta Valda aka O.G.(fyrir þá sem ekki vita hvað O.G. þýðir.....þá eru þið bara ýkt óheppin!!!) Ég skellti mér á bjórkvöld MH sem var haldið á Opus. Opus er e-r sá mesti hnakkastaður sem ég hef stígið fæti mínum inná!!
Eftir að hafa tjúttað smá, var ég orðin þreytt og lét mömmu sækja mig niðrá Bæjarins Bestu.

P.s. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvort e-r sjá sér leik á borði og geri veður útaf ferðum mínum. Ég er með svör á reiðum höndum, þannig Bring It ON!!!:-)

|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Nú er ég farin að halda að það sé e-ð pólitískt samsæri sem stjórni þeim djöflum sem berjast um innan í líkama mínum! Ekki einu sinni, heldur tvisvar hefur þetta sem kallast víst líkami látið mig halda það að ég sé bara orðin hress, en nei kemur þá ekki í ljós að það er einungis e-ð tímabundið þegar verkjalyfin eru að gera sína vinnu....Þetta er allt saman plott hjá yfirvöldunum til að koma í veg fyrir að ég taki yfir heiminum!!!Er kominn með krónískan hálsríg af því að sitja fyrir framan tölvuskjáinn í von um að geta breytt blogginu mínu svo það verði örugglega ekki eins og hjá hinum(það er nebbla siður hjá MH-ingum að vera öðruvísi en þið hin....Hversu oft hef ég heyrt þessa ræðu??) Það hefur ekki gengið sem skildi...Í gær komu Karen og Hildur og settu hraðamet í heimsókn....hef sjaldan haft fólk jafnlengi heima hjá mér, nema kannski í 30mín. matarhléum í 10.bekk.....:-) en þær(Hildur) hækkuðu alveg í áliti þar sem Hildur eyddi dágóðum tíma í að nudda háls minn og herðar í stað þess að ég gerði bókinni Dís sómasamleg skil á tölvuformi. Dagurinn í dag var langtum betri. Ég reif mig á lappir og fór með mömmu niðri Grafarvog þar sem við hjálpuðum Ásu frænku að setja upp e-r gardínur. Þaðan ætlaði mamma svo að keyra mig beint í Frumherja þar sem ég ætlaði að þreyta aðra tilraun mína á skriflega ökuprófinu. En eins og von er og vísa gleymdi ég ökunámsbókinni heima, þannig við þurftum að keyra heim úr Grafarvogi og aftur upp í Grjótháls að taka fjárans prófið. Ekki tók nú betra við þegar ég kom þarna inn. Þegar ég ætlaði að borga þá var ekki heimild á kortinu mínu!!! Trúiði þessu??? Nei það gerði ég heldur ekki! Mér var sagt að taka bara prófið og fá niðurstöðuna þegar búið væri að borga. Mamma reddaði þessu nú á endanum og ég náði prófinu með glans. Eftir að hafa verið boðið að láta lesa upp fyrir mig spurningarnar og eftir að Guðni ökukennari var búiin að tjékka hvort ég væri ekki örugglega í andlegu jafnvægi klst. fyrir prófið...Þessi maður er ekki í lagi. Hann var handviss um að ég myndi falla!!
Kvöldið var heldur en ekki ævintýri skal ég segja ykkur!! Telma kom tíl mín eftir að hafa verið útskúfuð að fjölskyldunni. Ég eldaði dýrindismáltíð handa okkur og Berglindi. Kjötbollur í appelsínugulri, hlaupkenndri piparsósu og soðnum kartöflum. Drottningin af Saaba hefið ekki fúlsað við þessu!!!Síðan þegar Telma komst í gírinn tók hún sig til og klippti mig eftir öllum kúnstarinnar reglum! Þú færð mikið lof fyrir frammistöðu þína hér í kvöld(þrátt fyrir aragrúa af hárum sem byrgðu mér sýn stóran hluta kvöldsins;-)

Nú færslunni lokið og held ég að aldrei í sögu minni sem bloggari hafi ég skrifað svona mikið um svo lítið.
Allir að kyssa stórutá í tilefni af því:-)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?