<$BlogRSDUrl$> Visit My Guestbook

mánudagur, júní 28, 2004

O.C. að eilífu 



Djöfull eru þetta TryLLtir þættir !!! Ég hef örugglega komið inná þetta áður en það er aldrei hægt að hæla þessum þáttum nóg!! Og ekki spillir þessi fjallmyndarlegi einstaklingur fyrir!! *slef* Ég er alltaf jafn pirruð þegar kreditlistinn byrjar að rúlla....

Fór í klippingu í dag, þótt fyrr hefði verið! Hárið orðið soldið slobby(nýtt orð sem ég var að búa til, soldið líkt orðinu slúga sem var vinsælt hérna um árið hjá ónefndum óla;)Svo er stelpan sem er á móti mér í hverfi í vinnunni farin í barnseignafrí svo ég er komin með 100% hverfi. Og verður því mjög ólíklegt að ég verði búin eins snemma og ég hef gert undanfarið...Því miður:( en á móti kemur að ég hreyfi mig meira, sem er góður +

Miðasalan á 50 cent/G-Unit er á fimmtudaginn. Ég VERÐ að fá miða á þetta sjóv, var að horfa á þátt með þeim um daginn og þeir eru ekki af verri endanum, hvorki tónlistarlega séð né útlitslega....;) Og í tilefni þess að mánaðarmótin eru að koma ætla ég að reyna að fjárfesta í myndavél svo ég loksins gert þetta blogg aðeins áhugaverðara, ef það er þá hægt...
En nú er komið að frétt dagsins: Hildur Mist Friðjónsdóttir Ottesen Axfjörð
ætlar að leggja land undir fót og koma aftur til Íslands eftir næstum mánaðrdvöl í borg ástarinnar(sjá sleepless in seattle, gone with the wind)Seattle þar sem hún hefur verið í góðu yfirlæti hjá systur sinni henni Helgu Sif eins og þið kannski vitið! Ég er náttla bara hæstánægð með það, þar sem þessar vikur hafa verið misauðveldar að yfirstíga án littla sykurpúðans míns!! Ohh ég er svo væmin og innileg!! En að öllu gríni slepptu þá er ég búin að sakna þín ofsalega mikið og er orðin "pínku" eirðarlaus hérna á klakanum......En jæja ég er farin að borða lummur og lesa teiknimyndasögur(er orðin forfallin aðdáandi!!)Fór nebbla á bókasafnið áðan(kemur á óvart!!) og tók mér slatta af léttmeti á borð við Sval&Val og svo tók ég Inngang að vestrænni heimspeki, þar sem ég er eins og allir vita gífurlega djúpt og pælingarmikið nörd...jé ðats mí... En af þvi að hann er svo guðdómlegur verð ég að skella annari upp af honum Adam Brody,já ég fann allar upplýsingar um hann!! but i´ll never tell....


svo verður þú hildur mist að kenna mér að laga textann að myndunum því þú ert orðin meira tölvunörd en ég;)

|

laugardagur, júní 26, 2004

Djammerí 



Gærdagurinn var hress, eiturhress ef út í það er farið. Smá pirringur í gærmorgun þar sem elskuleg móðir mín vildi ekki leyfa mér að fá bílinn í vinnnuna. Veðrið var nebbla ekkert til að hrópa húrra fyrir, það var viðbjóðslega mikil rigning og´endaði þetta með því að ég hætti fór heim og hjólaði niðrí vinnu til mömmu og fékk bílinn. En svo vill svo skemmtilega til að ég bý á Íslandi og veðrið breytist hraðar en Formúlan í Mónakó svo að það var komið sólskin og tryllt veður þegar ég fór aftur út....Týpískt! Svo leið dagurinn og þegar Karen var búin í vinnunni fór ég og Bína til hennar og við elduðum dýrindis kjúkling með tilheyrandi og borðuðum þennan hefðarkvennamat kl. 11 í gærkvöldi. Eftir það byrjuðum við að fá okkur nokkra vel kalda og síðan var haldið niður í bæ. Bærinn var mjög skemmtilegur miðað við fyrri reynslu mína. Svo keyrði Heimir okkur heim og á leiðinni ákváðum við að skella okkur á Ólafsvík þar sem var víst fullt af fólki. En svo voru víst allir dauðir eða e-ð álíka þannig við hættum við. Og ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þá ákvörðun!!
1.lagi: Veðrið var eins og áður hefur komið fram, ógeðslegt. og ég á peysunni þannig það eina sem ég hefði fengið úr þessari ferð hefði verið kvef.
2.lagi: Ástand mitt var skrautlegt, hefði það orðið e-ð skrautlegra er ekki víst hvar það myndi enda....
3.lagi: Ástand mitt í morgun var hreint út sagt hryllilegt! Hefði ekki höndlað að vera útí sveit að drepast úr þynnku...rúmið hennar Karenar, mun betri kostur. Svo eyddi ég og Karen deginum bara í rólegheitum eins og siður eftir hress kvöld eins og þetta! Kvöldið er óráðið, allar uppástungur vel þegnar.

props fyrir þá sem vita hvaða hljómsveit er með þetta lógó!!
cero siete es la venda más grande del mundo

|

fimmtudagur, júní 24, 2004

Lenore 



Ég er búin að vera að lesa snilldar teiknimyndasögu með e-m svartasta húmor sem ég veit um. Hún heitir Lenore eftir Roman Dirge. Þetta er svona í anda Nightmare before christmas a la tim burton....Ætlaði að koma með mynd af aðalpersónunni Lenore, en það er víst ekki hægt.Ákvað að skella þessari upp í staðinn...efast ekki um að e-r hafi staðið í þessum sporum e-n tímann á lífsleiðinin....!

Ég hitti hana Eddu mína á þriðjudaginn, skil ekki af hverju við vorum ekki löngu búnar að því!! Eitt sem virðist alltaf loða við mig þegar ég hitti hana og það er að ég verð heimsins mesti hrakfallabálkur í návist hennar!! Kannski þetta séu dulin skilaboð um að ég sé e-ð skotin í henni...maður veit aldrei;) Tökum dæmi:Þegar ég fór í Útilíf með henni um daginn braut ég herðatré!! Svo vorum við að taka bensín þarna um daginn og það í sjálfafgreiðslu. Við lesum á e-n miða að einungis dæla 2 virki eftir lokun á Olís í Hamraborg(við vorum þar sko) ég legg fyrir utan næstu dælu sem ég sé, handviss um að það sé dæla 2. Fer með kortið og borga fyrir þetta...svo ætla ég að labba að bílnum og byrja að dæla, þá bendir ung kona sem er þarna líka okkur á að ég sé parkeruð fyrir utan dælu 3!! og dæla 2 er hinum megin við húsið!! Ég STEKK inn í bílinn(ég feitletra þetta af því ég bókstaflega stökk af stað!)ég ætla að bruna hringinn, keyri náttla af stað í handbremsu...(gott Lilja!!)en svo hefst þetta loksins! Hefði þessi kona ekki sagt okkur frá þessu hefðum við beðið við dælu 3 og ekkert skilið í af hverju bensínið kæmi ekki....Ég í hnotskurn!
Vinnan er alltaf eins, róleg og þægileg. Í dag var ég búin um hádegi og kom heim og gerðist svo djörf að elda ofan í mig og Berglindi. Er orðin helvíti flink í tortelininu þó ég segi sjálf frá....(að elda pasta í 10min er víst áfangi!!) Svo skellti ég mér í Kringluna og keypti mér sandala fyrir sumarið...Svo rakst ég á hana Sollu!! Lobbýdömuna á Hótel Öld og frænka hennar Hildar...maður fékk bara flassbakk! Hún var eiturhress að vinna í Karen Millen. Hún dauðöfundaði mig af því að vera að fara til Karabíska hafsins(eins og allir;)
Svo er að koma helgi!!!=Djamm! Újé
ginebra y jugo que beben....

|

þriðjudagur, júní 22, 2004

Elías Plessing, Guntramsdorf 

Það er afar líklegt að við tökum skiptinema sem heitir Elías Plessing(Blessing, er hann það?)Hann kemur frá Austurríki og er verður 17 ára 19.júlí sem vill svo skemmtilega til að er sami afmælisdagur og Berglind á!! Honum finnst gaman á skíðum(eins og mamma)í siglingum(óli v.)að dansa(Berglind) og svo kann hann að baka!! Ef þetta er ekki draumsonurinn þá veit ég ekki hvað!! En svona í alvöru talað þá finnst mér þetta frábært!! Fyrst og fremst fyrir pabba samt....Greyið situr uppi með 3 kvennmenn! Allavegana þá virkar þessi strákur mjög vel á mig, held hann sé bara frekar heilbrigður.
Vona bara að hann verði komin hingað áður en ég fer út!! Svo maður geti aðeins kynnst honum.
Veðurguðirnir hafa ákveðið að undirbúa mig vel fyrir dvölina suður í höfum, sem er náttla bara gott!! Var úti á palli hjá frænku í gær, yndislegt, gæfi ýmislegt fyrir að eiga garð...

Þýðið setninguna: En con la mantequilla
Verðlaun í boði ÁTVR

|

laugardagur, júní 19, 2004

Róleg helgi 



Nú er maður búin að sjá HArry Potter 3. Varð fyrir e-m vonbrigðum. Kannski ekki að marka þar sem ég er yndislegt nörd og er búin að lesa allar bækurnar og þ.a.l. búin að búa til mína eigin útgáfu af þessu öllu saman. Svo kemur myndin og er engan veginn í samræmi við það...En Karen fannst myndin skemmtileg, svo hún kannski ekki alveg glötuð. Svo þegar bíóið var búið og allar 5 manneskjurnar sem voru í salnum komu út(fórum nebbla í 10bíó á föstudegi, og það er víst tími, fullorðna fólksins og ungu unglingana sem mega vera lengi úti en ekki þunnu gömlu unglingana eins og á sunnudögum..nema náttla við séum þunnar síðan á miðvikudainn eins og hún Karen sagði hehe) en já síðan´kíktum við aðeins til hans Atla sem var svo mikill höfðingi að bjóða okkur í gleðskap sem hann var að halda. Vorum þar í ca hálftíma og svo bara heim að sofa.
Svo til að styrkja fjölskylduböndin og sjálfa mig fór ég í sund með henni Berglindi og Auði frænku minni. Ég synti þarna aðeins fyrst, fór svo í rennibrautina og tryllti lýðinn. Svo eyddum við dágóðum tíma í barnalauginni þar sem var farið yfir ástarmál í yngri bekkjum grunnskólanna hér fyrir sunnan og á Húsavík. Mjög fræðandi. Svo stóð ég undir orðspori sem skemmtilega frænkan og splæsti ís á línuna!!
En þrátt fyrir drjúgan nætursvefn hef ég greinilega enga orku (eða þarf að fara að taka járnið aftur) Þannig að þegar ég kom heim þá henti ég mér uppí rúm og svaf og svaf og svaf. Þetta er ótrúlegt!! Svona er þetta, ég er farin að fá mér járn.
adiós

|

fimmtudagur, júní 17, 2004

hæ hó og jibbí jei! 


Þá er víst komin 17.júní. Og þvílík gleði, held ég hafi aldrei fagnað þessum degi jafn vel og innilega í dag!! Honum var nefnilega eytt í þynnku!! Hressandi ekki satt?:)
En við skulum byrja á byrjuninni. Í gær ákváðum við stallsysturnar Karen, Bína og undirrituð að gera okkur dagamun og fá okkur nokkra kalda. Við byrjum hérna heima og uppúr hálftólf eða svo förum við í þetta líka fína partý niðrí í Ingólfsstræti(þar sem AFS er einmitt líka til húsa...useless information æ nóv!!) en já hann Heimir var svo almennilegur að bjóða okkur í ótrúlega flottu og smart íbúðina sína með 25 fm svölunum. Djöfull ætla ég að búa svona þegar ég er orðin eldri!!! Svo spillir staðsetningin heldur ekki fyrir, í sömu götu og Ari í Ögra!! Þarna var mikil gleði og Karen kom, sá og sigraði þegar hún drakk einn piltinn undir borðið eins og ekkert væri!! Props!! Svo var kíkt á bæjarlífið, frekar stutt samt og síðan bara heim í hlýjuna. Svo vaknaði ég líka svona eiturhress uppúr hádegi og sé hvað sólin hreinlega grátbað mig um að koma út í sólbað. Ég tek náttla vel í það og skelli mér útá svalir. Ég var ferskari heldur en andskotinn og sofnaði barasta í alveg 2 tíma eða e-ð álíka!! Svo núna er ég RAUÐ á bringunni, en það verður orðið brúnt eftir smátíma svo ég er með mitt fyrsta bikínifar sumarsins!! jeah, maður kannski fari að stunda þessi sólböð...? vá innihaldslausar upplýsingar en það er bara kúlíó. Svo er það bara einn vinnudagur og svo helgi!! újé

|

þriðjudagur, júní 15, 2004

finito pizza 



Vá ég og B.A.D settum met í að vera ógeðslega gráðugar þegar við pöntuðum okkur 16" ostaveislu+2 sólberjasultur+brauðstangir+brauðstangasósa+2LítraKók!!! Ég sver það að ég mun aldrei láta eina einustu flatbökusneið inn fyrir mínar varir það sem eftir er....allavegana út næstu viku eða svo. Er svo í þokkabót að fara í grill sem AFS stendur fyrir uppí Gerðubergi í mekka gettósins í kvöld þar sem verður boðið uppá pylsur....það sem er á mann lagt!!
En vá hvað ég elska vinnuna mína!! Ég mæti kl. 8 og er oftast buin fyrir hádegi, er á launum til 16 og var að fá 4500kr fyrir græna kortinu sem ég hef ekkert að gera við þar sem ég get labbað, hjólað eða keyrt í vinnuna!! Það er gúd!! :)
Svo er Karen komin heim frá Baunanum og ég þarf að hanga með henni allan daginn, óþolandi!! Fór í í bólusetningu í dag í sitthvorn upphandlegginn svo að það verður ekki húmor fyrir "gulur bíll" brandaranum á næstunni!!
Var að fá ferðaáætlunina uppí hendurnar í þessum skrifuðu orðum!! Við verðum samferða krökkunum sem er að fara til Mexíkó og Perú! Við förum 19.ágúst frá Keflavíkurflugvelli, þaðan á JFK og þar gistum við yfir nóttina og svo fá JFK til Santo Domingo!!!:) Újé! Maður er nú orðin soldið spenntur...smá kvíðin...Nei nei þetta verður frábært!! Eitt hérna samt, hjúkkan sem var að sprauta mig sagðist hafa tekið á móti skiptinema einu sinni, ég og mamma alveg: já já var það ekki gaman?? hjúkkan: Nei! hún var hundleiðinleg!! Ætla rétt að vona að ég verði ekki ein af þessum skiptinemum...Nei hvaða vitleysa! engin hætta á því, ég er svo úberhress;) humm...7-9-13

|

sunnudagur, júní 13, 2004

Ég er ekki útilegu týpan, allavegana ekki ef ég hef ekki réttu græjurnar. Ég var buin að plana þvílíka útilegu, ætlaði sko að vera alla helgina og alles. Ég kom um ellefu leytið og var komin heim um hálfsjö sama morgun í bæinn aftur....Toppiði það, útilega í hvað 7 tíma!! það var ógeðslega kalt og blautt og ég hékk inní bíl allan tímann. Svo þegar ég vakna um hálfþrjú leytið dríf ég mig niðrí Smáralind að kaupa afmælisgjöf handa henni Rannveigu sem er einmitt 19 ára í dag, Til hamingju með það!! Ég, þarna í Smáralindinni skelþunn og byrja á að kaupa bók með uppskriftum að kokteilum, er ekki frá því að starfsfólkið í Eymundsson hafi gefið mér svona*þessiættinúaðverainnávogienekkiaðkaupabókumáfengi* svip þar sem ég var eins og áður stendur í ruglinu. Keypti semsagt þessa hressu bók og bol handa dömunni og svo fór mín í Retro og sá þennan líka tryllta bol/kjól (sem var að standa sig í gærkvöldi fyrir ykkur sem ekki sáu mig;)Eníveis, ég fer til hennar Bínu og skvísan hefur gert handa okkur þessa dýrindis fordrykki í Blómavalsskreyttum glösum A La Sigrún. Við sátum hjá henni að drykkju eins og heldri kvenna er siður fram á nótt og svo bara heim að sofa, hressandi kvöld með hressu fólki.
Svo í dag dregur mamma mig úr rúminu til að fara að taka til, já ótrúlega svekkjandi en eins og allir vita líður manni miklu betur þegar það er hreint í kringum mann svo ég er bara sátt(fyrir utan þá staðreynd að við tókum til allstaðar fyrir utan herbergið mitt þar sem ég eyði mestum mínum tíma svo mér mun ekki líða eins vel þar og annarsstaðar í íbúðinni.....svekkjandi fyrir mig!)

|

föstudagur, júní 11, 2004

Útilega ! 



Núna á að skella sér í fyrstu útilegu sumarsins! jibbí. Ég ætti reyndar í þessum skrifuðu orðum að vera lögð af stað en plássið í bílnum hans Heimis var ekki alveg sammála mér þannig ég fæ vonandi far með honum Jóhanni Torfa sem ætlar að leyfa mér að sitja í. Leggjum reyndar ekki af stað fyrr en uppúr hálfníu, en það er bara stemmari.
Við(Telma, Tinna, undirrituð o.fl.) ætlum austur fyrir fjall nánar tiltekið á Álfaskeið þar sem við munum sletta ærlega úr klaufunum eins og unga fólksins er siður. Vona að rigningunni sem er spáð um helgina láti ekki sjá sig því ég treysti á suðurlandið sem er þekkt fyrir ekkert minna en bongóblíðu!!
Hetja dagsins er hún Ólöf. Þegar ca klukkutími var í átætlaða brottför(þ.e.a.s. með Heimi) fórum við e-ð að tjekka hvort það vantaði nokkuð hæla á tjaldið og hvort það væri ekki í ágætisstandi. Kom þá í ljós aðalrennilásinn var bara ónýtur!!! Mamma tók ekki í mál að ég myndi fara með tjaldið í þessu ástandi og ég fór alveg í kerfi!!! Vissi ekkert hvað ég átti að gera því Telma á heldur ekki tjald. Var orðin soldið stressuð en hvað gerir mútta? Jú hún skellir sér uppí Saumasporið, kaupir eitt stykki rennilás og saumar hann barasta á á staðnum!!! Þvílíkur dugnaðir í konunni og allt fyrir mig!!!:) Svo maður komist nú í sveitina sem ég vona svo innilega að ég geri því ég þekki þennan Jóhann engan veginn(ekki ennþá allavegana) þannig ég mun bíða með krosslagða fingur þangað til um kvöldmatarleytið.....

|

mánudagur, júní 07, 2004

Endalok akstursferils míns 

Þá er það orðið opinbert. Mér er ekki ætlað að keyra bíl! Vísbending nr.1: Ég fell á bóklega prófinu í fyrra skiptið. Vísbending nr.2: Ég keyri yfir kött. Vísbending nr.3: Ég keyri á og beygla bílinn, illa! Þarf ég að segja meira? Nei ég held ekki. Og þótt svo að Hildur sé að monta sig yfir að hafa verið svipt ökuleyfinu þá er mér ekki hlátur í hug. Ég er í rusli yfir þessu!! Held það sé bara mjög gott að mega ekki keyra neitt úti í Dóminiska....Já er eiginlega mjög viss um að það sé góð regla. humm
En svo við förum úti í þetta ferðalag sem leiddi til þess að ég drap bílinn okkar.
Þegar ég var búin í vinnunni(sem var btw kl. 11!!!)Fór heim til Hildar sem var steinsofandi svefnpurkan sjálf! Þegar hún var svo komin á fætur fórum við og Karen niðrí bæ þar sem Hildur var á leiðinni í klippingu. Ég og Karen, þessar rosalegu bóhemtýpur ákváðum að vera rosalega menningarlegar og öðruvísi þannig í staðinn fyrir að fara Laugarann eins og túristarnir fórum við fullt af bakgötum og skoðuðum húsin í rólegheitum, það var mjög fínt, róandi og við gátum spjallað. Síðan vorum við voða grand á því og fórum á Ítalíu og fengum okkur Calzone, bragðaðist dásamlega! Svo fórum við og sóttum Hildi og þá klesti ég á.....

Núna er bara hálfur sólarhringur í að Mistin fari til USA. Finnst það frekar ótrúverðugt, var einmitt að pæla í þessu í dag. Ég á pottþétt eftir að hringja í hana og vera æðislega pirruð að hún svari ekki....!:)Vil nú samt óska henni góðrar ferðar og vona nú að hún finni e-ð flott handa mér;)
The O.C. er að byrja...leiter

|

laugardagur, júní 05, 2004

Nú er maður búin með 2 daga af þrem á undirbúningsnámskeiði AFS sem er haldið núna um helgina. Fengum kynningu um landið okkar og fórum í allskonar leiki sem eiga að hjálpa okkur að aðlagast o.f. skemmtilegt. Er ekki frá því að ég sé orðin soldið spennt fyrir þessu;-) Núna eru bara 3 dagar eða e-ð álíka lítið þangað til Hildur til kanans í 3 vikur. Er smá leið með það, og Karen er líka að fara reyndar bara í 4 daga til Köben eins og virðist vera í tísku hjá unga fólkinu í dag....;) Þannig ég verð bara freknótt í vinnunni á meðan í sólinni hérna á Fróni og er bara sæl með það!

Byrja svo á niðurtalningunni uppúr miðjum júní, byrjun júlí....

|

þriðjudagur, júní 01, 2004


Hönk dagsins er Jason Lewis-hann er LANGflottastur!!

Gærdagurinn: Fór í 6ára afmæli til frænda míns, svaf alla veisluna, stig fyrir félagslegt athæfi: -5. Fór og heimsótti Scarlett sem er fyrrum Dóminíkani og spurði hana spjörunum úr um siði og venjur Dóminíkana þar sem ég mun flytja fyrirlestur um áðurgreint efni á námskeiðinu hjá AFS um næstu helgi. Þegar ég kom heim klyjfuð kúluís hringir í Þórfríður í mig. Það er stelpa sem er frá Selfossi og er líka að fara til Dóminiska. Við tölum okkur saman um að flytja saman verkefni en hún er líka að gera um Dóm. Kemur svo í ljós í enda samtalsins að hún er æskuvinkona Söru sem vill svo furðulega til að er líka æskuvinkona mín!!! Hversu lítið er Ísland??? Maður spyr sig!

Á morgun verður komin vika síðan ég fór í þessa aðgerð og vonandi að maður geti farið að sinna starfi sem skildi. Vaknaði í morgun með sama stingandi sársaukann sem fylgir því þegar hrúðrið á sárunum flagnar af....smekklegt ekki satt?
Í dag fór ég í með Hildi og Karen í Kringluna og Smáralind. Ég fann mér úbersumarlegan kjól og Marissu Cooper pils fyrir útlandið. Þarf svo að fara aftur og kaupa mér e-a boli, nema maður láti bíða með það þangað til maður fer út. Það er víst rosalega ódýrt þarna þannig maður veit aldrei....

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?